Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól að móta drög að stefnu um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu (EHÞ) hefur skilað skýrslu sinni til heilbrigðisráðherra.
Alma D. Möller heilbrigðisráðherra boðar til morgunverðarfundar í samvinnu við starfshópinn og Landspítala, þar sem skýrslan verður kynnt og efni hennar rætt frá ýmsum hliðum. Nánari upplýsingar eru á vef ráðuneytisins og þar er skýrsla hópsins jafnframt aðgengileg. Sjá tilkynningu ráðuneytisins, dags. 18. ágúst.
Fundarstjóri: Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki.
Dagskrá:
- Opnun fundar: Kári Stefánsson, formaður starfshópsins
- Kynning á skýrslu starfshóps um EHÞ: Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands
- Áhrif EHÞ á heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar: Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands
- EHÞ í framkvæmd, Lynch-heilkennið: Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands
- Persónuleg reynsla af EHÞ: Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, formaður Brakka-samtakanna
- Pallborð - Ávinningur og áskoranir
- Henry Alexander stjórnandi pallborðs
- Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands
- Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknar erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítala
- María Heimisdóttir landlæknir
- Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfingar- og gjörgæslulækningum á Landspítala
- Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands
- Þorvarður J. Löve, formaður vísindasiðanefndar
Samantekt og lokaorð: Alma D. Möller heilbrigðisráðherra
Athygli er jafnframt vakin á því að streymt verður beint frá fundinum og verður streymið aðgengilegt hér.